Memmmarar
Kristín Stefánsdóttir
Kristín er iðjuþjálfi, móðir og eiginkona.
Það er smá Lína Langsokkur í henni og fer hún oft sínar eigin leiðir.
Hún elskar að vinna með og kynnast fólki.
Hún hefur starfað jafnt með ungum sem öldnum og styðst hún oft við leik og skapandi greinar við störf sín.
Lýðheilsa og forvarnir eru henni hugleiknar og vill hún láta taka til sín á þeim vettvangi.
Kristín elskar túlípana, steina, vatn og læki, origami, skutlur, nýtur sín í botn við að blása sápukúlur…
Helga Hreiðarsdóttir
Helga er leikskólakennari, náttúrubarn og úthverfamóðir.
Henni er barnamenning hugleikinn og uppáhalds leikefnin eru prik og blóm.
Hún hefur starfað lengi á sviði leikskólans og þykir börn á leikskólaaldri upp til hópa vera áhugavert og þroskað fólk.
Helgu líður best þegar hún er að smíða eða bralla í mold. Hún elskar að rækta plöntur, blóm, tré og mat.
María Ösp Ómarsdóttir
María er grunnskólakennari, áhugasmiður og fimm barna móðir.
Hún á auðvelt með að sjá fyrir sér nýjar lausnir á hlutum sem "hafa alltaf verið svona" og elskar að leika sér, bæði í lífi og starfi.
María vill aðlaga samfélagið þörfum foreldra og yngstu barnanna og brennur fyrir skapandi starfi með fjölskyldum.
Henni líður vel á ferðalagi um landið með fjölskyldunni og þykir best að vera umkringd fólkinu sínu.
Linda Mjöll
Linda Mjöll er móðir og ævíntýrasmiður sem mælir með hinum kæra leik lífsins fyrir alla aldurshópa. Með sköpun að veganesti hefur hún unnið við kvikmynda / leikhús / leikvalla / viðburða og hamingju hönnun lengst af.
Í seinni tíð kriddaði hún það með margvíslegu námskeiðahaldi og upplifunum sem bjóða fólki á sínu sálar ferðalagi upp á stuðning við að mæta sjálfum sér betur til leiks.
Náttúran heillar hana upp úr skónum því helst vill hún ganga um berfætt með fjöður í hári. Samhljómur í öllum regnboganslitum sér í lagi innan fjölskyldu samveru er henni ofur kær 💛