Opni Leikskólinn


Opinn leikskóli Memmm Play býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna.
Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum, býður upp á kaffi og heldur utanum söngstundir.
Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri.
Opni leikskóli Memmm Play er rekinn í samstarfi við Reykjavíkurborg og er gjaldfrjáls fyrir alla sem hann sækja.



Opnunartímar og dagskrá
Á samfélagsmiðlum opna leikskólans má sjá nánari upplýsingar um opnunartíma, dagskrá og staðsetningar.