Memmm Play

Opni Leikskólinn

Ákall til foreldra

Til þess að styðja starf opna leikskólans og hjálpa okkur að fá fleiri sveitarfélög til samstarfs þá þurfum við þína hjálp.

Finndu þitt sveitarfélag á listanum hér fyrir neðan og láttu þína rödd heyrast!

Börn í samskiptum
Barn að leik
Þessi sýnir okkur hver er maðurinn

Opinn leikskóli Memmm Play býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna.

Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum, býður upp á kaffi og heldur utanum söngstundir.

Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri.

Opni leikskóli Memmm Play er rekinn í samstarfi við Reykjavíkurborg og er gjaldfrjáls fyrir alla sem hann sækja.

Spilað á gítar
Fjör í opna leikskólanum
Eitt arty shott

Opnunartímar og dagskrá

Á samfélagsmiðlum opna leikskólans má sjá nánari upplýsingar um opnunartíma, dagskrá og staðsetningar.