Memmm Play

Viðburðir

Skemmtilegur viðburður
Grillaðir sykurpúðar og sumarfjör
Mikið fjör á hjalla

Memmm hannar og heldur viðburði sem stuðla að nærandi samveru fyrir alla fjölskylduna. Áhersla er lögð á leik, sköpun, flæði og tengingu við náttúru og vísindi. Viðburðir Memmm geta ýmist verið innandyra eða útivið og markmiðið er ávallt að hvetja til þátttöku allra.

Memmm Play hefur sett upp viðburði fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar um verð og tilhögun viðburða í gegnum netfangið: [email protected]

Memm hefur meðal annars sett upp Brygglusprell á sjómannadaginn, skapandi smiðju í Húsdýragarðinum, sett upp fjölskylduhátiðir, námskeið í grímugerð, jólaverkstæði og fjölskyldudiskó.